top of page

Frábært verð á DPF (Diesel Particulate Filter) síum, EGR ventlum og hvarfakútum.

Sendu bara bílnúmerið á okkur og við komum með verð í hlutinn. 

- DPF síur -
- EGR ventill -
- Hvarfakútur - 

Tilgangur Sótsíunar (e. DPF)

Sótsían (DPF = Diesel Particulate Filter) er hönnuð til þess að fjarlægja sót agnir frá útlosun pústkerfisins og hefur þetta kerfi verið sett í flest alla Dísel bíla frá árinu 2003 sem svar við reglugerð ESB í sambandi við mengunarmál. Eins og með allar síur, þá þarf sótsían að vera hrein og fín til þess að geta unnið almennilega, þannig að sótsían er hönnuð til þess að losa sig við sótið sem hún tekur í sig í ferli sem kallast endurnýjun.

Vandamál Sótsíurnar

​Sótsían þarf að vera undir nákvæmu hitastigi til þess að endurnýjun geti átt sér stað og getur þetta aðeins átt sér stað þegar að bíllinn er heittur í langan tíma til dæmis í löngum ferðalögum. Ef vél bílsins eyðir mest af sínum tíma í að kveikja og slökkva á sér, og þá sérstaklega í miklum kulda, þá endurnýjar sótsían sig ekki eins og hún á að gera. Í þeim tilfellum þá getur sían stíflast og getur sían ekki endurnýjað sig sjálf. Ekki aðeins er bíllinn að menga meira, heldur einnig missir hann kraft en eyðir á sama tíma meira eldsneyti.

Hvernig Skal Koma Í Veg Fyrir Vandamálið

Ef þú veist að þú ert aðalega að keyra stuttar vegalengdir, þá er ráðlagt að einstaka sinnum (sirka einu sinni í mánuði) að leyfa vélini að vera í gangi aðeins til þess að leyfa vélinni til að ná réttu hitastigi til þess að DPF kerfið geti endurnýjað sig. Ef vandamál eru þegar komin, t.d. stíflun eða svipað, þá er of seint að láta reyna á endurnýjun.

EGR ventill: Hvað Hann Er og Algeng Vandamál

EGR (Exhaust Gas Recirculation) lokinn er lykilhluti í því að draga úr útblæstri ökutækja. Með því að leiða hluta af útblástursgösunum aftur inn í vélina lækkar hann bruna hitastig og dregur úr losun á köfnunarefnisoxíðum (NOx).

Algeng Vandamál með EGR ventill

  • Kolefnisuppsöfnun: Sót úr útblæstri getur stíflað lokann og valdið bilunum.

  • Fastur Loki: Opinn loki veldur ójafnvægi í lausagangi og lélegri eldsneytisnýtingu, en lokaður loki eykur losun NOx.

  • Gallaðir Skynjarar: Bilun í skynjurum sendir rangar upplýsingar til vélarinnar og hefur áhrif á virkni.

  • Lekar: Skemmdir þéttingir eða pakkningar valda leka á útblæstri og minni virkni.

Einkenni Gallaðs EGR Loka

  • Viðvörunarljós Vélar

  • Ójafn Lausagangur

  • Minnkuð Eldsneytisnýting

  • Aukin Útblástur

  • Hljóð í Vél (Knútslætti)

Lausnir

  • Hreinsa Lokann: Fjarlægið kolefnisuppsöfnun með hreinsiefnum.

  • Skipta um Lokann: Skipta út ef hreinsun leysir ekki vandann.

  • Skoða Hluta: Athugið skynjara, slöngur og inntaksloka fyrir bilanir.

  • Reglulegt Viðhald: Notið gæðabensín og leysið vandamál strax.

Viðhald á EGR lokanum tryggir betri vélarafköst, minni útblástur og betri eldsneytisnýtingu. Skjótt viðbragð við bilunum getur komið í veg fyrir dýrar viðgerðir og áhrif á umhverfið.

Alltaf hægt að hringja í 7888897 fyrir frekari upplýsingar eða hafa samband í gegnum Facebook eða netfangið pantanir@fastparts.is 

bottom of page