top of page

Upplýsingar og skilmálar

Almennar upplýsingar:

  • Fast parts ehf. leitast við að selja viðskiptavinum sínum bílavarahluti á sem hagstæðustu verði. Fast parts ehf. selur bæði nýja og notaða varahluti í allar gerðir bíla. Fast parts ehf. leitast við að finna rétta varahlutinn í bifreiðar viðskiptavina sinna.

  • Nýir Aftermarket varahlutir geta stundum verið búnir til úr öðrum efnum en upprunalegi varahluturinn og geta þess vegna litið aðeins öðruvísi út en eiga að passa og virka eins og upprunalegi varahluturinn.

  • Vélar eru seldar í „longblock“ uppsetningu, þ.e. án aukahluta, spíssa, túrbínum o.s.f., nema annað sé tekið fram.

  • Fast parts ehf. getur ekki tryggt að vara sé til fyrr en tilboð í hana hefur verið staðfest.

  • Kaupverð inniheldur tolla, sendingarkostnað og virðisaukaskatt. Varahlutir eru sóttir í vöruhús Fast parts ehf. að Hyrjarhöfða 3, 110 Reykjavík eða verslun Past parts ehf. aðTryggvabraut 24, 600 Akureyri, á opnunartímum nema um annað sé samið.

 

Almennir skilmálar:

 

Almennt:

  • Neytendur geta fallið frá samningi um kaup á varahlutum eða öðrum vörum í netverslun innan 14 daga frá því að hann tók vörurnar í vörslur sínar.

  • Aðrir viðskiptavinir geta fallið frá kaupum á nýjum varahlutum innan 14 daga frá komudag til Íslands. Það á hins vegar ekki við um notaða varahluti né rafmagnsvörur.

  • Þá er ekki hægt að skila útrunnum eða skemmum vörum né vörum í umbúðum sem hafa verið skemmdar. 

  • Gallaðir varahlutir eða varahlutir sem passa ekki ber að skila ekki seinna en 14 daga frá afhendingu.

  • Notuðum varahlutum er ekki hægt að skila. 

  • Rafmagnsvörum er ekki hægt að skila.

  • Á notuðum varahlutum geta verið litlar rispur og ber Fast parts ehf. ekki ábyrgð á því enda um notaða varahluti að ræða.

  • Athugið að afhendingartími gæti breyst og er einungis um viðmið að ræða á heimasíðu

  • Fast parts ehf. eins og þar kemur fram. Fast parts ehf. ber ekki ábyrgð á seinkun vara.

 

Komi eitthvað upp á:

  • Ef það er einhver vafi um gæði vörunnar, vinsamlegast hafið samband við Fast parts ehf. fyrst, áður en leitað er til þriðja aðila. Fast parts ehf. getur ekki borið ábyrgð á ágalla eða annmarka sem hefur verið lagaður af þriðja aðila áður en Fast parts ehf. fær upplýsingar um ágallann/annmarkan. Fast parts ehf. munu í slíkum tilvikum ekki endurgreiða eða afhenda aðra vöru í stað hinnar. 

  • Komi í ljós annmarkar eða ágallar á keyptum varahlut þá ber viðskiptavin að tilkynna Fast parts ehf. sem fyrst eða innan 14 daga. Fast parts ehf. áskilur sér rétt til að láta taka varahlutinn út hjá viðurkenndu verkstæði sem Fast parts ehf. leitar til. Komi í ljós að varahluturinn sé ekki haldinn galla þá áskilur Fast parts ehf. sér rétt til að krefja viðskiptavininn um kostnað Fast parts ehf. vegna þessa.

  • Komi í ljós ágallar eða annmarkar þá áskilur Fast parts ehf. sér rétt til að óska eftir upplýsingum um hvaða viðgerðaraðili framkvæmdi ísetningu á keyptum varahlut sem og hversu mikið viðkomandi bifreið var ekin þegar ísetningin átti sér stað.

  • Varahlutir sem ekki passa ber að skila ekki seinna en 14 dögum frá afhendingu.

  • Fast parts ehf. ekki ábyrgð á kostnaði við ísetningu og kostnaði við að fjarlægja varahlut sem ekki passar í viðkomandi bifreið.

 

 

Upplýsingar um ábyrgð:

  • Ábyrgðin gildir ekki nema varahlutir hafi sannanlega verið settir í hjá viðurkenndum verkstæðum. Sýna þarf fram á hvað bíllinn er keyrður þegar viðgerðin átti sér stað, dag sem varahluturinn var settur í, upplýsingar um efni sem var notað í viðgerðinninema að báðir aðilar hafa ákveðið annað.

  • Vélar, gírkassar, sjálfsskiptingar og aðrir notaðir vélarhlutir hafa 1 mánaða ábyrgð frá afhendingar degi.

  • Vélar, gírkassar, sjálfsskiptingar og aðrir uppgerðir vélarhlutir hafa 1 mánaða ábyrgð frá afhendingar degi.

  • Tímareima/tímakeðju sett (ásamt vatnsdælum) verða að hafa verið skipt um af viðskiptavini áður en notaðar vélar hafa verið settar í gang.

  • Rafmagnstengdir varahlutir hafa 7 daga ábyrgð frá afhendingardegi.

Sala - Tilboð:

  • Verð miðast við gengi dagsins og geta tekið breytingum án fyrirvara.

 

Bankareikningur: 

0370-26-030932

Kt: 4706172410

Fast Parts ehf. 

 

Láta okkur vita þegar millifærslan hefur verið framkvæmd.

bottom of page